top of page

Mummi / Markþjálfi 

"Ég brenn fyrir það að hjálpa fólki
að vaxa og lifa lífinu til fulls"

IMG_6711_edited_edited.jpg

Það sem ég hef að bjóða

Markþjálfun

Fáðu skýra sýn á hvað þú vilt

Hvetjandi samtal án allra fordóma

​Lífið er stutt, lifðu því núna

Markþjálfun getur hjálpað þér að fyllast krafti til að komast þangað sem þig virkilega langar.

 

Það getur verið allt frá því að klífa hæsta fjall heims, eignast einfaldara líf eða koma þér út úr mynstri sem þér líður ekki vel í. 

Markþjálfi er alltaf með þér í liði.

Það er hlutverk markþjálfa  að hjálpa þér að horfa til framtíðar, hjálpa þér að finna neistann og komast að því hvað þú raunverulega vilt og af hverju

Innra og ytra ferðalagið

Ævintýraferð með markþjálfa nálgun

Náttúra, ævintýri og eflandi félagsskapur

Markþjálfun og Yoga

Litlir hópar og persónuleg þjónusta

Hér förum við á dýptina og skoðum það sem virkilega skiptir þig máli með hjálp markþjálfunar, íslenskrar náttúru og öllum þeim ævintýrum sem hún hefur upp á að bjóða.

Ég er að vinna þessa ferð í samstarfi við Midgard Adventure og ef að þetta kallar á þig þá getur þú lesið nánar um ferðina..

About Me

Hver er ég

IMG_2403.JPG.jpg

Ég er fyrst og fremst ástríðuleitandi... Það lýsir sér þannig að ég verð bæði að brenna fyrir það sem ég geri og komast að því hverju aðrir brenna fyrir.

Fyrir utan það þá er ég upp alinn í Reykjavík en flutti ungur á Hvolsvöll þar sem stór partur af fjölskyldu minni rekur fyrirtækið Midgard. Fljótlega elti ég svo ástina austur í Mörtungu, rétt við Kirkjubæjarklaustur, og gerðist bóndi. Á sama tíma var ég í námi hjá Keili í Ævintýraleiðsögn en ég hef verið að leiðsegja frá 17 ára aldri.

Þar sem að ástríðan mín lá ekki í kindum, fórum við Rannveig unnusta mín að prófa okkur áfram í fjallahjólaferðum árið 2015 og síðan þá hef ég hef ég verið sjúkraflutningamaður, fjallahjólabóndi á Iceland Bike Farm og pabbi tveggja barna, Steins og Heiðu.

Það var svo eftir eitt ljúft hjólasumar á Iceland Bike Farm sem ég horfði inn í veturinn með lítilli eftirvæntingu og kvíða. Ég prófaði að hreyfa mig og hjóla duglega en kvíðinn og leiðinn minnkaði ekkert þangað til að ég áttaði mig á því að það var mannlegi þátturinn sem mig vantaði í lífið.
Í kjölfarið skráði ég mig í grunnnám í Markþjálfun og þá var ekki aftur snúið, ég var búinn að finna pússlið sem vantaði!
Í dag er ég viðurkenndur ICF Markþjálfi og byrja í framhaldsnámi í febrúar.

Það er ekkert sem gefur mér meira en að kanna hvað kveikir lífsneistann hjá fólki og hjálpa þeim að finna hann sem hafa týnt honum.
Sjálfur veit ég hvernig það er að reika stefnulaust um lífið og vera aldrei almennilega sáttur í eigin skinni.

Markþjálfunin hjálpaði mér að finna lífsneistann,  sjálfstraustið og stefnuna til að standa í lappirnar og lifa því lífi sem mig langar að lifa!​

Services
Let's Talk
DJI_0110.jpg

 Langar þig að upplifa hvernig Markþjálfa samtal virkar fyrir þig?

Þú getur haft samband hér fyrir neðan og við ákveðum annaðhvort að hittast í raunheimum eða á netinu.


Hver markþjálfatími er 60 mínútur nema um annað sé samið.


Hlakka til að heyra frá þér!

bottom of page